Innlent

Fimmtíu mál á borð lögreglunnar í nótt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/ktd
Um fimmtíu mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru þau flest tengd ölvun.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og voru þeir allir látnir lausir að sýnatöku lokinni.

Um klukkan hálf tvö var ungur maður handtekinn í Lækjargötu eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hafi verið að velta bekkjum, ógna fólki og angra.

„Rétt fyrir kl. 05 var brjálaður maður á handtekinn á skemmtistað í miðborginni eftir að hafa brotið klósett og barið dyravörð með klósettsetunni,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×