Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2017 17:00 Fjölskipaður dómur Hæstaréttar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/Eyþór Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir skattsvik. Maðurinn hafði þegar endurgreitt vangoldinn skatt auk 25 prósenta álagsgreiðslu. Brot mannsins fólst í því að hann taldi ekki fram um 87 milljónir króna í fjármagnstekjur árin 2008 og 2009. Maðurinn þarf að greiða 14 milljónir króna í sekt. Héraðssaksóknari hefur fjölmörg sambærileg mál til rannsóknar þar sem menn hafa endurgreitt vangoldinn skatt auk 25 prósent álags. Með dómi Hæstaréttar í dag er ljóst að ekkert er því til fyrirstöðu að ákæra menn fyrir brotin. Hæstiréttur var fjölskipaður í málinu vegna þess hve fordæmisgefandi talið er að málið sé. Sex dómarar af sjö voru sammála um niðurstöðuna en Benedikt Bogason skilaði sérákvæði og vildi vísa málinu frá dómi. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson.Vísir/GVA 14 milljóna króna sekt Álitaefnið í málinu svipar mjög til máls Baugsmannanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum. Dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Sá dómur var svo staðfestur í dag.Hæstiréttur mat það svo að ekkert stæði í veg fyrir því að rekin væru tvö mál á hendur sama aðila, annars vegar af skattayfirvöldum og hins vegar af ákæruvaldinu. Benti Hæstiréttur meðal annars á að málarekstur hjá skattayfirvöldum hefði það að markmiði að leiða annað í ljós en það sem lögregla rannsakaði og dómstólar ræmdu um vegna sama skattalagabrots. Sú rannsókn sneri meðal annars að því hvort brotin hefðu verið meiriháttar og framin af ásetningi eða stórfellt gáleysi. Sömuleiðis að því hvort fleiri hefðu átt í hlut. Þá þótti Hæstarétti mál mannsins annars vegar og Jóns Ásgeirs og Tryggva hins vegar of ólíkt til að taka mið af dómi Mannréttindadómstólsins. Mál Baugsmanna hefði verið mun umfangsmeira og sá tími sem rannsókn á síðara málinu hefði tekið hefði ekki stafað af umfangi þess heldur þeirri staðeynd að beðið var niðurstöðu úr máli Jóns Ásgeirs og Tryggva fyrir MDE. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/Heiða Fullt erindi til MDE Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði skotið til Mannréttindadómstólsins. Hann eigi eftir að skoða málið með skjólstæðingi sínum sem taki ákvörðunina. „Mér sýnist að þetta erindi eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins. Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum,“ segir Ragnar og vísar til dóms Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Fjölguðu dómurum á síðustu stundu Ragnar útskýrði í samtali við Vísi í júlí að málið hafi verið svo lengi í dómskerfinu þar sem beðið var dóms í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva.„Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Sem nú hefur verið gert.Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar sagði að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir skattsvik. Maðurinn hafði þegar endurgreitt vangoldinn skatt auk 25 prósenta álagsgreiðslu. Brot mannsins fólst í því að hann taldi ekki fram um 87 milljónir króna í fjármagnstekjur árin 2008 og 2009. Maðurinn þarf að greiða 14 milljónir króna í sekt. Héraðssaksóknari hefur fjölmörg sambærileg mál til rannsóknar þar sem menn hafa endurgreitt vangoldinn skatt auk 25 prósent álags. Með dómi Hæstaréttar í dag er ljóst að ekkert er því til fyrirstöðu að ákæra menn fyrir brotin. Hæstiréttur var fjölskipaður í málinu vegna þess hve fordæmisgefandi talið er að málið sé. Sex dómarar af sjö voru sammála um niðurstöðuna en Benedikt Bogason skilaði sérákvæði og vildi vísa málinu frá dómi. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson.Vísir/GVA 14 milljóna króna sekt Álitaefnið í málinu svipar mjög til máls Baugsmannanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í í maí síðastliðnum. Dómstóllinn taldi íslenska ríkið hafi brotið á þeim þar sem þeim var refsað í tvígang fyrir sama skattalagabrot. Ákæra var gefin út árið 2012 en maðurinn var ekki dæmdur til refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en í mars fyrra. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm auk þess sem hann var dæmdur til að greiða 13,8 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Sá dómur var svo staðfestur í dag.Hæstiréttur mat það svo að ekkert stæði í veg fyrir því að rekin væru tvö mál á hendur sama aðila, annars vegar af skattayfirvöldum og hins vegar af ákæruvaldinu. Benti Hæstiréttur meðal annars á að málarekstur hjá skattayfirvöldum hefði það að markmiði að leiða annað í ljós en það sem lögregla rannsakaði og dómstólar ræmdu um vegna sama skattalagabrots. Sú rannsókn sneri meðal annars að því hvort brotin hefðu verið meiriháttar og framin af ásetningi eða stórfellt gáleysi. Sömuleiðis að því hvort fleiri hefðu átt í hlut. Þá þótti Hæstarétti mál mannsins annars vegar og Jóns Ásgeirs og Tryggva hins vegar of ólíkt til að taka mið af dómi Mannréttindadómstólsins. Mál Baugsmanna hefði verið mun umfangsmeira og sá tími sem rannsókn á síðara málinu hefði tekið hefði ekki stafað af umfangi þess heldur þeirri staðeynd að beðið var niðurstöðu úr máli Jóns Ásgeirs og Tryggva fyrir MDE. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Vísir/Heiða Fullt erindi til MDE Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði skotið til Mannréttindadómstólsins. Hann eigi eftir að skoða málið með skjólstæðingi sínum sem taki ákvörðunina. „Mér sýnist að þetta erindi eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins. Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum,“ segir Ragnar og vísar til dóms Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Fjölguðu dómurum á síðustu stundu Ragnar útskýrði í samtali við Vísi í júlí að málið hafi verið svo lengi í dómskerfinu þar sem beðið var dóms í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva.„Þetta var búið að bíða lengi þar til að dómstólarnir misstu þolinmæðina og þá var dæmt og sakfellt í málinu með sama hætti og gert hafði verið í dómaframkvæmd Hæstaréttar um árabil,“ segir Ragnar. Sem nú hefur verið gert.Flytja átti málið fyrir Hæstarétti fyrr á árinu og áttu þá þrír dómarar að skipa réttinn en Mannréttindadómstóllinn hafði þá ekki kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ragnar sagði að fimm mínútum áður en að málflutningurinn átti að hefjast hafi hins vegar aðstoðarmaður dómara komið og tilkynnt honum og sækjanda að málið myndi frestast þar sem skipa átti fimm dómara í réttinn.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira