María aftur orðin að meiriháttar fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 13:42 Gríðarlegar hamfarir hafa orðið á Púertó Ríkó af völdum Maríu. Götur San Juan voru stráðar brotnum trjám í morgun. Vísir/AFP Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03
Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00