Fótbolti

Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don

Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa
Völlurinn í Volgograd.
Völlurinn í Volgograd. Vísir/Getty
Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu.

Ísland verður með D-riðli með Argentínu og Króatíu. Enn á eftir að draga fjórða liðið upp úr pottinum.

Fyrsti leikur Íslands á HM verður á móti Argentínu á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní.

Ísland mætir Argentínu á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní næstkomandi.Vísir/Getty
Annar leikurinn verður á móti Nígeríu og fer hann fram í Volgograd 22. júní.

Ísland mætir Nígeríu á Volgograd-leikvanginum 22. júní.Vísir/Getty
Þriðji leikurinn verður á móti Króatíu 26. júní. Leikurinn fer fram í Rostov-on-Don.

Ísland mætir Króatíu á Rostov-leikvanginum 26. júní.Vísir/Getty
Aðsetur íslenska liðsins verður í bænum Gelendzhik, 55 þúsund manna ferðamannabæ sem stendur við Svartahaf. Rostov og Volgograd eru þeir leikstaðir sem eru næstir Gelendzhik, ef frá er talinn Sochi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×