Gordon Banks, sem varði mark Englendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar 1966, segir að Joe Hart eigi ekki að vera aðalmarkvörður enska landsliðsins.
Banks segir að Hart, sem er í láni hjá West Ham frá Manchester City, hafi gert sig sekan um skelfileg mistök á tímabilinu.
„Mér finnst hann ekki vera að spila vel. Ég hef séð hann gera skelfileg mistök og er oft heppinn að fá ekki á sig mörk vegna þeirra,“ sagði hinn 79 ára gamli Banks við BBC.
Hann vill sjá Jack Butland, markvörð Stoke, í marki Englands. Butland missti af vináttulandsleikjunum gegn Þýskalandi og Brasilíu í síðasta mánuði vegna meiðsla.
„Mér finnst Butland vera mjög góður markvörður. Hann var óheppinn að meiðast því hann hefði pottþétt spilað allavega annan vináttulandsleikinn,“ sagði Banks.
Gordon Banks vill ekki sjá Hart í enska markinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn

Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

