Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 16:24 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira