Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að það ógnar öryggi í flugi. vísir/Anton Brink „Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira