Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að það ógnar öryggi í flugi. vísir/Anton Brink „Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
„Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira