Innlent

Falsaðir 5000 króna seðlar í umferð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook-síðu sinni svo fólk geti þekkt fölsuðu seðlana.
Mynd sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook-síðu sinni svo fólk geti þekkt fölsuðu seðlana. lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að nýlega hafi komið upp nokkur tilvik þar sem falsaðir 5000 króna seðlar hafa verið notaðir í verslunum.

Í færslu lögreglunnar segir að pappírinn sé þokkalegur en auðvelt sé þó að sjá að seðlarnir séu falsaðir séu þeir skoðaðir rétt.

 

„Um er að ræða tölvuprentun og þá vantar fjölmörg öryggisatriði í seðlana. Þau helstu eru:

• Það vantar vatnsmerki

• Það vantar öryggisþráð, hann er aðeins prentaður á

• Blindraletur og annað letur er ekki upphleypt

• Gylling er ekki gylling heldur gulbrún prentun

Þau raðnúmer sem hafa komið upp eru F22844754 / G01031432 / F14388213.

Því er brýnt til verslunarfólks að kunna að skil á öryggisþáttum seðla til að taka ekki á móti slíkum seðlum og tilkynna strax til lögreglu 112 sé verið að nota slíka seðla,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×