McIlroy keppir ekki meira á árinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 08:30 Rory McIlroy vísir/getty Sjötti maður heimslistans í golfi, Rory McIlroy, hefur átt mikið vonbrigðaár og ætlar að taka sér frí frá keppni það sem eftir er af árinu. Hinn 28 ára Norður-Íri hefur ekki unnið eitt einasta mót á tímabilinu og kláraði Dunhill Links mótið síðasta sunnudag í 63. sæti. McIlroy hefur unnið 4 risamót, en hann á sér langtímamarkmið að ná í 10 sigra á risamótum. Takist það verður hann sigursælasti golfari allra tíma sem ekki kemur frá Bandaríkjunum, en Gary Player vann 9 risamót á sínum ferli. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undafarin ár, nú síðast í rifbeini. Í ár keppti hann á 18 mótum, var á meðal 10 efstu manna á sjö þeirra og þar á meðal tvisvar í öðru sæti. „Ekkert ár er tapað ár,“ sagði McIlroy í viðtali við BBC Sport. „Ég hef lært margt á þessu ári, hvernig ég skipulegg mig og haga æfingum.“ „Úrslitin hafa ekki verið eins og ég vildi, en það er ekki eins og ég hafi misst af mörgum niðurskurðum.“ „Ég mun taka sex vikur í nóvemer og desember þar sem ég kem líkamanum í stand. Þetta hefur verið erfitt ár þar sem ég hef ekki verið á réttum stað líkamlega og það tekur á andlegu hliðina,“ sagði fyrrum besti kylfingur heims, Rory McIlroy. Golf Tengdar fréttir McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. 5. október 2017 09:00 Besta íþróttafólk heims í ákveðinni hæð Íþróttafólk hefur tækifæri til að skara fram úr í íþróttaheiminum þótt að það sé mishátt í loftinu. 27. september 2017 11:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sjötti maður heimslistans í golfi, Rory McIlroy, hefur átt mikið vonbrigðaár og ætlar að taka sér frí frá keppni það sem eftir er af árinu. Hinn 28 ára Norður-Íri hefur ekki unnið eitt einasta mót á tímabilinu og kláraði Dunhill Links mótið síðasta sunnudag í 63. sæti. McIlroy hefur unnið 4 risamót, en hann á sér langtímamarkmið að ná í 10 sigra á risamótum. Takist það verður hann sigursælasti golfari allra tíma sem ekki kemur frá Bandaríkjunum, en Gary Player vann 9 risamót á sínum ferli. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undafarin ár, nú síðast í rifbeini. Í ár keppti hann á 18 mótum, var á meðal 10 efstu manna á sjö þeirra og þar á meðal tvisvar í öðru sæti. „Ekkert ár er tapað ár,“ sagði McIlroy í viðtali við BBC Sport. „Ég hef lært margt á þessu ári, hvernig ég skipulegg mig og haga æfingum.“ „Úrslitin hafa ekki verið eins og ég vildi, en það er ekki eins og ég hafi misst af mörgum niðurskurðum.“ „Ég mun taka sex vikur í nóvemer og desember þar sem ég kem líkamanum í stand. Þetta hefur verið erfitt ár þar sem ég hef ekki verið á réttum stað líkamlega og það tekur á andlegu hliðina,“ sagði fyrrum besti kylfingur heims, Rory McIlroy.
Golf Tengdar fréttir McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. 5. október 2017 09:00 Besta íþróttafólk heims í ákveðinni hæð Íþróttafólk hefur tækifæri til að skara fram úr í íþróttaheiminum þótt að það sé mishátt í loftinu. 27. september 2017 11:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. 5. október 2017 09:00
Besta íþróttafólk heims í ákveðinni hæð Íþróttafólk hefur tækifæri til að skara fram úr í íþróttaheiminum þótt að það sé mishátt í loftinu. 27. september 2017 11:00