Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur lækkað þó nokkuð frá opnun markaða í morgun. Úrvalsvísitalan stendur í 1651 stigum þegar þetta er skrifað og hafa hlutabréfin í HB Granda lækkað mest eða um 5,85 prósentustig. Þá hefur gengi krónunnar veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Ætla má að þessi staða séu viðbrögð við þeim fréttum að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sé sprungin en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi í kjölfar fregna af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.
Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Ríkisstjórnarsamstarf Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hafði eins manns meirihluta á Alþingi. 32 þingmenn gegn 31 þingmanni úr stjórnarandstöðunni. Björt framtíð fékk fjóra menn á þing í kosningunum í fyrra.
Rauðar tölur í Kauphöll Íslands

Tengdar fréttir

Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst.

Þingfundi aflýst og flokkar funda
Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun.

Í beinni: Ríkisstjórnin fallin
Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn.