Bandaríkjaþing tekur fyrstu skrefin í átt að afnámi Obamacare Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 23:34 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Paul Ryan, í þinghúsinu í dag. vísir/epa Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00
Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22