Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2017 20:46 Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur. Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur.
Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28