Sterk tengsl – stór og litrík sýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 09:15 Derek Mundell og Jónína - Ninný segja vatnslitamálara finna fyrir sterkri tengingu sín á milli, skilningi og gagnkvæmum áhuga á viðfangsefnum hver annars. Vísir/Vilhelm „Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er ekki oft sem haldnar eru vatnslitasýningar hér á landi, hvað þá svona veglegar,“ segir Jónína Magnúsdóttir um viðamikla sýningu vatnslitamálara sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan þrjú. Myndirnar eru 95 sem þar ber fyrir augu og þær eru eftir 72 listamenn frá Wales og öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Jónína segir þær endurspegla mikla fjölbreytni í formum, stíl og tækni. Skiptingin er þannig að þriðjungur verka er frá Wales, þriðjungur frá Íslandi og þriðjungur frá hinum Norðurlöndunum. Jónína, sem notar listamannsnafnið Ninný, er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins, sem stendur að viðburðinum ásamt Konunglega vatnslitafélaginu í Wales. „Það eru tvö ár síðan ég var beðin að skipuleggja þessa sýningu og það er búið að vera stórt verkefni en skemmtilegt. Fékk hann Derek Mundell í lið með mér og hefði aldrei getað þetta án hans,“ segir Jónína sem á von á mörgum erlendum gestum, varla þó Karli Bretaprins þrátt fyrir að hann sé verndari hins velska félags.Sýningin verður opnuð á efri hæð Norræna hússins klukkan 15 stundvíslega með ávörpum forseta félaganna og léttum veitingum. Svo verður haldið niður í stóra salinn þar sem myndunum er fallega fyrir komið á veggjum og flekum. Klukkan 16 ætlar þekkt tónlistarkona frá Wales, Eira Lynn Jone, að spila á hörpu í salnum á efri hæðinni útfrá sínum hughrifum frá listaverkunum og myndir af þeim munu rúlla á tjaldi á bak við hana. Jónína er ekki í vafa um að það verði einstakt og spennandi. „Svo getur fólk farið niður í sýningarsalinn aftur og notið listarinnar þar,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. Sýningin Tenging landa og lita stendur til 10. desember og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira