HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 14:00 Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49