Erlent

Macron óvænt mættur til Sádi-Arabíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/AFP
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er mættur í heimsókn til Sádí Arabíu, öllum að óvörum.

Forsetinn segist ætla að ítreka við yfirvöld þar í landi hversu mikilvægt það er að í Líbanon ríki stöðugleiki og ró að því er fram kemur í frétt BBC.

Forsætisráðherra Líbanons, Saad Hariri, sagði af sér á dögunum og sagðist hann óttast um líf sitt og var afsögnin gerð opinber þegar Hariri var staddur í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu. Hefur hann hafst þar við síðan.

Afsögnin kom flestum á óvart og sögusagnir eru uppi um að afsögnin sé runnin undan rifjum Sáda sem í gær beindu því til allra þegna sinna sem staddir eru í Líbanon að þeir yfirgefi landið hið snarasta.

Frakklandsforseti ætlar einnig að ræða ástandið í Jemen þar sem hungursneyð vofir nú yfir sökum þess að Sádar hafa sett landið í herkví. Ástæða þess er sögð sú að eldflaug var skotið frá landinu í átt að Riyadh en eldflaugavarnakerfi Sáda skaut hana niður áður en hún olli tjóni.

Líbanon var áður frönsk nýlenda áður en það fékk sjálfstæði í seinni heimsstyrjöld.


Tengdar fréttir

Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba

Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×