Enski boltinn

Wenger vill halda áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger er undir mikilli pressu þessa dagana.
Wenger er undir mikilli pressu þessa dagana. vísir/getty
Arsene Wenger vill halda áfram sem knattspyrnustjóri Arsenal. Mirror greinir frá.

Samningur Frakkans rennur út í sumar en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning.

Að því er fram kemur í frétt Mirror vill Wenger halda áfram en ákvörðunin er ekki bara í hans höndum.

Arsenal hefur gengið illa að undanförnu og það er kurr í stuðningsmönnum liðsins sem hafa margir hverjir lítinn áhuga á að hafa Wenger áfram við stjórnvölinn.

Arsenal tapaði 3-1 fyrir West Brom á laugardaginn en þetta var fjórða tap liðsins í síðustu fimm deildarleikjum. Skytturnar eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Wenger hefur stýrt Arsenal frá haustinu 1996, eða í rúm 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×