Fótbolti

Lemar vildi fara til Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thomas Lemar sló í gegn með Monaco á síðasta tímabili.
Thomas Lemar sló í gegn með Monaco á síðasta tímabili. vísir/getty
Thomas Lemar vildi fara til Arsenal eða Liverpool, samkvæmt Vadim Vasilyev, varaforseta Mónakó.

Mónakó tók samkvæmt heimildum fjölmiðla á Enlandi 92 milljóna punda tilboði Arsenal í leikmanninn á lokadegi félagaskiptagluggans, en ekki var hægt að ganga frá kaupunum fyrir lok gluggans.

„Thomas vild að fara til Arsenal og Liverpool, en við settumst niður saman og tókum sameiginlega ákvörðun um að hann yrði áfram hér,“ sagði Vasilyev.

„Hann er okkur mjög mikilvægur. Við hefðum ekki getað selt hann, það hefði haft of mikil áhrif á allt liðið.“

Lemar skoraði 12 mörk í 39 leikjum fyrir Mónakó á síðasta tímabili og er samningsbundinn til 2020.


Tengdar fréttir

Wenger efaðist um sjálfan sig

Stjóri Arsenal dró það lengi að skrifa undir nýjan samning við Arsenal sem hann gerði þó síðastliðið vor.

Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe.

Lemar ánægður með að vera áfram hjá Monaco

Thomas Lemar er sagður mjög ánægður með að vera áfram hjá Monaco, en Lemar var mikið orðaður burt frá félaginu í gær. Bæði Arsenal og Liverpool báru víurnar í kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×