Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2017 10:44 Í kosningabaráttunni tók Donald Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira