Ástin dýrmætari en keisaratitlarnir Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. september 2017 05:54 Kei Komuro og Mako voru hamingjan uppmáluð á fundinum í gær. Vísir/getty Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður. Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður.
Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10