Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. október 2017 19:30 Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira