Dana ekki refsað fyrir afskræmingar á kynfærum kvenna Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 18:45 Peter Frederiksen í réttarsal. vísir/afp Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna. Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna.
Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira