Dana ekki refsað fyrir afskræmingar á kynfærum kvenna Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 18:45 Peter Frederiksen í réttarsal. vísir/afp Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna. Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Dómstóll í Suður-Afríku sakfelldi í dag Danann Peter Frederiksen fyrir framleiðslu barnakláms, nauðgun ólögráða einstaklings og ráðagerð um manndráp. Frederiksen var einnig ákærður fyrir limlestingar á kynfærum yfir 21 konu en sá hluti ákærunnar var felldur niður vegna skorts á skýrum refsiheimildum fyrir slíkan verknað í suður-afrískri refsilöggjöf. Danski vefmiðillinn Thelocal.dk greindi frá. Frederiksen er búsettur í bænum Bloemfontein Suður-Afríku en þar rekur hann verslun með skotvopn. Hann neitaði sök í öllum ákæruliðum. Lögregla fann meira en tíu afskorin kynfæri kvenna í frysti á heimili Frederiksen í september 2015. Í fórum Frederiksen fundust einnig skurðlæknahnífar, svefnlyf og ljósmyndir sem sýndu framkvæmd afskræminganna. Á heimili hans fundust einnig klámfengnar ljósmyndir af börnum. Flest fórnarlambanna eru talin koma frá Lesotho, ríki sem er steinsnar frá Bloemfontein, en ekki er útilokað að einnig hafi verið um dönsk fórnarlömb að ræða. Eiginkona Frederiksen, Anna Matseliso Molise, var myrt 22. október 2015 en hún hefði gegnt lykilstöðu sem vitni í málinu. Molise var sjálf á meðal fórnarlamba Frederiksen en hún hafði sótt um skilnað við hann skömmu áður en hún var ráðin af dögum.Bloemfontein í Suður-Afríku.GoogleMaps.Kynbundið ofbeldi algengt í Suður-AfríkuKynbundið ofbeldi er vandamál í Suður-Afríku, líkt og svo víða í heiminum. Á árunum 2015 og 2016 voru nálega 52 þúsund brot tilkynnt til yfirvalda en þó er talið að flest ofbeldisbrot gegn konum sem viðgangast þar í landi séu raunar aldrei tilkynnt. John Jeffery, dómsmálaráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi í Suður-Afríku í mars á þessu ári að yfirvöld hafi varið miklum fjármunum í forvarnir í málaflokkinum og á síðustu árum hafa neyðarmóttökum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis meðal annars verið fjölgað til muna.
Danmörk Lesótó Suður-Afríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira