Fíkniefnalögreglumenn í aukavinnu við akstur fyrir fræga fólkið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 16:18 Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu. VÍSIR/ERNIR Minnst þrír núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hjá fíkniefnadeild hafa undanfarin ár unnið við akstursþjónustu fyrir fræga og efnaða útlendinga. Ýmist störfuðu mennirnir við aksturinn samhliða störfum sínum hjá lögreglunni eða eftir að þeir luku störfum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi yfir Jens Gunnarssyni, sem var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir spillingu, en Jens er einn þeirra sem starfaði við akstursþjónustuna. Einn þeirra ákærðu, sem sýknaður var í gær, er framkvæmdastjóri hjá öryggismiðstöðinni. Hann var ákærður fyrir að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum og hálfri milljón íslenskra króna fyrir skýrslu PriceWaterhouseCoopers um Kaupþing banka. Fyrir dómi greindi maðurinn frá því að hann hefði rekið öryggis- og akstursþjónustu og að nokkrir lögreglumenn hefðu starfað við akstur fyrir hann. Meðal þeirra var Jens Gunnarsson. Viðskiptavinir akstursþjónustunnar hafi verið efnaðir og stundum greitt þjórfé á bilinu 10 til 1.000 dollara.Oft greitt þjórfé Akstursþjónustan og greitt þjórfé kom upp í málinu vegna þess að Jens sagði að reiðufé sem fannst í fórum hans hafi ekki verið greiðsla í skiptum fyrir upplýsingar, heldur þjórfé fyrir akstur. Annar maður bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa starfað sem lögreglumaður frá árinu 2005 og við fíkniefnadeild í sex ár. Hann sagðist einnig hafa tekið að sér akstur með frægt fólk en aldrei sjálfur fengið þjórfé. Hann hafði þó heyrt að einhverjir aðrir hefðu gert það. Þá var þriðja vitnið fyrrverandi lögreglumaður við fíkniefnadeild frá 2006-2013. Hann sagðist starfa við akstursþjónustu í dag eftir að hafa hætt störfum hjá lögreglunni. Hann kvaðst oft fá greitt þjórfé og oft væri það nokkuð hátt. Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana. 7. apríl 2017 11:30 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Minnst þrír núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hjá fíkniefnadeild hafa undanfarin ár unnið við akstursþjónustu fyrir fræga og efnaða útlendinga. Ýmist störfuðu mennirnir við aksturinn samhliða störfum sínum hjá lögreglunni eða eftir að þeir luku störfum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi yfir Jens Gunnarssyni, sem var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir spillingu, en Jens er einn þeirra sem starfaði við akstursþjónustuna. Einn þeirra ákærðu, sem sýknaður var í gær, er framkvæmdastjóri hjá öryggismiðstöðinni. Hann var ákærður fyrir að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum og hálfri milljón íslenskra króna fyrir skýrslu PriceWaterhouseCoopers um Kaupþing banka. Fyrir dómi greindi maðurinn frá því að hann hefði rekið öryggis- og akstursþjónustu og að nokkrir lögreglumenn hefðu starfað við akstur fyrir hann. Meðal þeirra var Jens Gunnarsson. Viðskiptavinir akstursþjónustunnar hafi verið efnaðir og stundum greitt þjórfé á bilinu 10 til 1.000 dollara.Oft greitt þjórfé Akstursþjónustan og greitt þjórfé kom upp í málinu vegna þess að Jens sagði að reiðufé sem fannst í fórum hans hafi ekki verið greiðsla í skiptum fyrir upplýsingar, heldur þjórfé fyrir akstur. Annar maður bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa starfað sem lögreglumaður frá árinu 2005 og við fíkniefnadeild í sex ár. Hann sagðist einnig hafa tekið að sér akstur með frægt fólk en aldrei sjálfur fengið þjórfé. Hann hafði þó heyrt að einhverjir aðrir hefðu gert það. Þá var þriðja vitnið fyrrverandi lögreglumaður við fíkniefnadeild frá 2006-2013. Hann sagðist starfa við akstursþjónustu í dag eftir að hafa hætt störfum hjá lögreglunni. Hann kvaðst oft fá greitt þjórfé og oft væri það nokkuð hátt.
Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana. 7. apríl 2017 11:30 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00
Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana. 7. apríl 2017 11:30
Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48