Eftir nánast engar föstudagsæfignar fengu ökumenn og lið að spreyta sig á þurri þriðju æfingu í morgun. Liðin voru því að reyna að stilla bílunum almennilega upp ásamt því að reyna að setja góðan tíma í tímatökunni.
Fyrsta lota
Ferrari menn komu út á mjúkum dekkjum, öfugt við alla aðra sem voru á ofur-mjúkum strax í upphafi. Vettel setti hraðasta tímann í fyrstu tilraun og Raikkonen þann þriðja hraðasta en Hamilton á Mercedes var á milli þeirra eftir að allir höfðu sett einn tímatökuhring að minnsta kosti.
Antonio Giovanizzi missti stjórn á bílnum þegar tíminn hafði klárast í fyrstu lotu. Sauber bíll Giovanizzi fór illa út úr árekstrinum við varnarvegg og því gat hann ekki tekið þátt í annarri lotu þótt hann hafi komist áfram.
Í fyrstu lotu duttu út; Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull sem var að glíma við vélavandræði, Jolyon Palmer á Renault, Romain Grosjean á Haas sem snéri bílnum á og missti taktinn í tímatökunni og Stoffel Vandoorne á McLaren sem var um 15 km/klst hægari en fljótustu bílarnir við lok lengsta beina kafla brautarinnar.

Vettel var fljótastur efstu manna þegar þeir höfðu sett einn tímatökuhring, Mercedes menn klufu Ferrari í tvennt og Raikkonen fjórði. Munurinn á Vettel og Hamilton var ekki nema 0,015 eftir fyrstu tilraun.
Kimi Raikkonen og Vettel settu svo annan brautartíma og Raikkonen endaði 0,2 sekúndum fljótari en Vettel á toppnum í annarri lotu.
Í annarri lotu duttu út; Giovinazzi og Marcus Ericsson á Sauber, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Carlos Sainz á Toro Rosso.
Þriðja lota
Eftir fyrstu tilraun efstu manna var Hamilton fljótastur, Vettel var annar og Valtteri Bottas þriðji. Raikkonen var fjórði og Daniel Ricciardo var fimmti.
Munurinn á Vettel og Hamilton var 0,186 sekúndur. Hamilton náði sínum sjötta ráspól í Kína. Mercedes liðið er að taka þátt í 150. keppni liðsins um helgina og hefur með ráspólnum í dag náð 75 ráspólum.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.