Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2017 06:00 Margir nemar reyna að fá eitthvað bitastætt á ferilskrá. vísir/ernir Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hyggjast senda sameiginlegt erindi til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ráðuneytið móti reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Allur gangur er á því hjá háskólunum hvernig samningur þeirra er við stofnanir og fyrirtæki um starfsnám. Ríkisstofnanir auglýsa um þessar mundir launað og ólaunað starfsnám fyrir laganema í vor og sumar. Starfsnámið er metið til eininga hjá Háskóla Íslands. Meðal stofnana sem ekki greiða laun eru velferðarráðuneytið og Neytendasamtökin. Í svari frá velferðarráðuneytinu kemur fram að samstarfssamningar séu gerðir að frumkvæði háskólanna og er starfsnámið hluti af námi hlutaðeigandi nemenda, líkt og kemur fram og er skilgreint í samningunum sjálfum. Í auglýsingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að ef vel gengur geti starfsnámið leitt til sumarstarfs.Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM.Mynd/Styrmir KáriÁ síðasta ári gagnrýndi Bandalag háskólamanna ólaunað starfsnám sem WOW air auglýsti fyrir laganema. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, segir að sömu reglur eigi að gilda um ólaunað starfsnám hjá hinu opinbera. „Við höfum verið að fylgjast með auglýsingum eftir starfsnemum og þar höfum við skoðað hvað er á bak við það. Það er allur gangur á því hvort það standist skoðun eða ekki,“ segir Erna. „Þetta er að mínu mati ekki gott því síðan eru nemarnir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera að reyna að fá eitthvað á ferilskrá sína og eru ekki að hugsa út í að það sé eitthvað bogið við það að þau séu að sinna störfum án þess að fá laun fyrir,“ segir Erna. David Erik Mollberg, fráfarandi formaður LÍS, segir starfsnám umdeilt mál innan háskólasamfélagsins. „Það er til reglugerð um starfsnám í framhaldsskóla. Við verðum að fara að vinna í að þróa reglugerð á háskólastigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira