Fótbolti

Rodgers verðlaunaður með nýjum samningi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodgers og félagar eru ósigraðir heima fyrir í vetur.
Rodgers og félagar eru ósigraðir heima fyrir í vetur. vísir/getty
Celtic tryggði sér skoska meistaratitilinn á sunnudaginn, þegar átta umferðir voru eftir af skosku úrvalsdeildinni. Celtic er einnig búið að vinna deildarbikarinn og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Stjórn Celtic er að vonum ánægð með þennan árangur og verðlaunaði því knattspyrnustjórann Brendan Rodgers með nýjum fjögurra ára samningi.

„Ég gæti ekki verið ánægðari. Ég er á besta mögulega staðnum,“ sagði Norður-Írinn eftir að hafa skrifað undir samninginn.

„Brendan hefur nú þegar haft mikil áhrif á Celtic. Hann er stórkostlegur stjóri og einn af þeim bestu í Evrópu, ef ekki í heiminum. Við erum hæstánægðir með að hann skyldi framlengja samninginn,“ sagði Peter Lawwell, stjórnarformaður Celtic.

Celtic er ósigrað heima fyrir á tímabilinu og ólíklegt að það breytist úr þessu.

Áður en Rodgers tók við Celtic var hann við stjórnvölinn hjá Liverpool og var nálægt því að gera Rauða herinn að Englandsmeisturum vorið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×