Enski boltinn

Fleiri knattspyrnuævintýri framundan hjá Íranum Robbie Keane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Vísir/Getty
Írski knattspyrnumaðurinn Robbie Keane er ekkert að fara að leggja skóna á hilluna og hann hefur fundið sér nýtt ævintýri í fótboltanum.

Robbie Keane samdi við indiversku meistarana í Atletico de Kolkata en þar spilar hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn í Tottenham Teddy Sheringham.

Teddy Sheringham tók við stjórastöðu indverska félagsins í síðasta mánuði.  

„Möguleikinn fyrir mig að prófa nýja deild og kynnast nýjum meningarheim í Asíu heillaði mig,“ sagði Robbie Keane við BBC.

Robbie Keane er 37 ára gamall og hefur spilað með LA Galaxy í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Keane skoraði 92 mörk fyrir Galaxy-liðið. Keane var með 10 mörk í 17 leikjum á lokatímabilinu en tímabilið á undan skoraði hann 20 mörk í 24 leikjum.

Keane hætti í írska landsliðinu á síðasta ári en hann skoraði á sínum tíma 68 landsliðsmörk fyrir Írland.

Knattspyrnuferillinn hjá Keane hefur verið litríkur en hann hefur spilað fyrir tíu klúbba í Englandi, á Ítalíu, í Skotlandi og í Bandaríkjunum.  Frægastur er hann líklega fyrir tíma sinn hjá Leeds, Liverpool og Celtic.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×