Liverpool datt ekki beint í lukkupottinn þegar dregið var í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.
Liverpool dróst á móti Hoffenheim sem endaði í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagasins.
Mario Balotelli og félagar í Nice eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir mæta Napoli.
Celtic fer til Kasakstan og mætir Astana og FH-banarnir í Maribor mæta ísraelsku meisturunum í Hapoel Be'er Sheva.
Leikið verður heima og að heiman. Leikirnir fara fram 15. og 16. ágúst og svo 22. og 23. ágúst.
Þessi lið mætast í umspili Meistaradeildarinnar:
Hoffenheim - Liverpool
Istanbul Basaksehir - Sevilla
Young Boys - CSKA Moskva
Napoli - Nice
Sporting - Steaua Búkarest
Qarabag - FC Köbenhavn
APOEL - Slavia Prag
Olympiacos - Rijeka
Celtic - Astana
Hapoel Be'er Sheva - Maribor
Liverpool mætir Hoffenheim
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti