Enski boltinn

Gömlu Liverpool-strákarnir á skotskónum í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Ryan Babel fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/EPA
Spænska liðið Celta de Vigo, tyrkneska félagið Besiktas og belgísa félagið Genk urðu í kvöld þrjú fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Gömlu Liverpool-mennirnir Ryan Babel og Iago Aspas voru báðir á skotskónum í kvöld, Babel skoraði tvö, Aspas eitt og þeir verða báðir með liðum sínum í átta liða úrslitunum.

Celta de Vigo vann 2-0 útisigur á Krasnodar í Rússlandi og þar með samanlagt 4-1. Krasnodar endaði leikinn tíu á móti ellefu eftir að Charles Kaboré fékk rautt spjald á 86. mínútu.

Iago Aspas innsiglaði sigur Celta með öðru markinu tíu mínútum fyrir leikslok en það munaði miklu um það þegar Hugo Mallo kom Celta yfir í leiknum í byrjun seinni hálfleiksins.

Ryan Babel skoraði tvö mörk fyrir Besiktas sem vann 4-1 heimasigur á gríska liðinu Olympiakos og þar með 5-2 samanlagt. Babel skoraði annað og þriðja markið en Besiktas komst í 2-0 í leiknum

Genk var í mjög fínum málum á móti löndum sínum í Gent eftir 5-2 sigur á útivelli í fyrri leiknum. Eftir að Genk komst í 1-0 voru úrslitin endanlega ráðin. Leikmenn Gent náði samt að jafna metin í lokin.

Hinir fimm leikirnir í sextán liða úrslitum hefjast allir klukkan 20.05 og þá kemur í ljós hvaða fimm lið bætast í hópinn með Celta de Vigo, Besiktas og Genk.



Úrslitin í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar:

Krasnodar - Celta 0-2 (samanlagt: 1-4)

0-1 Hugo Mallo (52.), 0-2 Iago Aspas (80.)

Besiktas - Olympiakos 4-1 (samanlagt: 5-2)

1-0 Vincent Aboubakar (10.), 2-0 Ryan Babel (22.), 2-1 Tarik Elyounoussi (31.), 3-1 Ryan Babel (75.), 4-1 Cenk Tosun (84.)

Genk - Gent 1-1 (samanlagt: 6-3)

1-0 Timothy Castagne (20.), 1-1 Louis Verstraete (84.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×