Innlent

Gómaður með gras í rassinum á leiðinni á Litla-Hraun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var fangi á Litla-Hruani.
Maðurinn var fangi á Litla-Hruani. vísir/anton
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í 30 daga fangelsi fyrir tilraun til þess að smygla rúmum 50 grömmum af maríjúana inn á Litla-Hraun. Forsaga málsins er sú að þann 15. nóvember 2015 var maðurinn, sem þá var til afplánunar að Litla-Hrauni, fluttur af fangavörðum til fyrirtöku í Héraðsdómi Suðurlands.

Óþekktir aðilar höfðu komið fyrir 51,53 grömmum af maríjúana á salerni dómstólsins og kom maðurinn efnunum fyrir í endaþarmi sínum. Fíkniefnin fundust hins vegar þegar maður var færður til röntgenrannsóknar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir hádegi sama dag og var hann ákærður fyrir að hafa haft efnin í vörslu sinni að hluta til í dreifingarskyni.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi alls sextán sinnum áður sætt refsingu frá árinu 2000, þar af sjö sinnum vegna fíkniefnalagabrota, síðast með dómi sem kveðinn var upp 19. nóvember 2015, þar sem manninum var dæmdur hegningarauki en ekki gerð sérstök refsing.

Manninum er aftur dæmdur hegningarauki nú, 30 daga fangelsi eins og áður segir, en ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×