Innlent

Vatnajökulsþjóðgarður dæmdur til að greiða starfsmanni 128 þúsund í bætur

Birgir Olgeirsson skrifar
Í Ásbyrgi sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Í Ásbyrgi sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Pjetur
Vatnajökulsþjóðgarður þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni 128 þúsund krónur vegna fjarvistabóta sem hann hafði farið fram á að fá greitt.

Héraðsdómur Austurlands féllst á kröfu starfsmannsins í febrúar í fyrra og staðfesti Hæstiréttur þann dóm í dag. 

Auk þess að þurfa að greiða starfsmanninum fyrrverandi 128 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum þarf Vatnajökulsþjóðgarður að greiða málskostnað starfsmannsins fyrir Hæstarétti sem nemur 500 þúsund krónum. Héraðsdómur Austurlands hafði dæmt þjóðgarðinn til að greiða málskostnað starfsmannsins upp á 550 þúsund krónur.

Starfsmaðurinn hafði starfað samkvæmt tímabundnum ráðningarsamningi við landvörslu í Lónsöræfum. Var deilt um það hvort starfsmaðurinn ætti rétt á fjarvistaruppbót til viðbótar við laun sín samkvæmt kjarasamningi stafsgreinasambandsins. 

Var það mat dómstóla að samkvæmt lögum væri lagður sá skilningur á málið að það ætti við tímabundin störf á vinnustað, þar á meðal vinnustað sem teldist fastur í skilningi samningsins, svo lengi sem vinnustaðurinn væri í óbyggðum þar sem ekki væri unnt að sækja hann frá heimili eða fastri aðstöðu vinnuveitanda í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×