Fótbolti

Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu.
Juan Mata fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á rússneska liðinu Rostov í seinni leik liðanna á Old Trafford í kvöld.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og Manchester United vann því 2-1 samanlagt.

Spánverjinn Juan Mata var hetja sinna manna í kvöld en hann skoraði sigurmarkið á 70. mínútu eftir hælsendingu frá Zlatan Ibrahimovic.

Þetta var tíunda mark Mata á tímabilinu en hann hefur skoraði mikilvæg mörk á þessari leiktíð.

Manchester United er því skrefi nær að vinna Evrópudeildina og tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Manchester United liðið hefur ekki komist svona langt í UEFA-bikarnum/Evrópudeildinni síðan árið 1985.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×