Innlent

Biskup fagnar: Kirkjuhúsið áfram í miðju mannlífsins

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Biskup á skrifstofu sinni.
Biskup á skrifstofu sinni. vísir/gva
„Sjálf fagna ég því að niðurstaða sé fengin og að Kirkjuhúsið muni standa áfram við Laugaveg, sýnilegt og aðgengilegt öllum,“ segir Agnes Sigurðardóttir biskup á vefsíðunni sinni í kjölfar þess að kirkjuráð hafnaði öllum kauptilboðum í Laugaveg 31.

„Ég fagna því að veraldleg mál af þessum toga séu leidd til lykta, enda er mikilvægt að þau taki ekki of mikinn tíma frá kærleiksstarfi kirkjunnar. Það er nefnilega svo, að kirkjan er ekki hús heldur lifandi samfélag fólks sem trúir á Jesú og hið góða í heiminum,“ skrifar biskup undir yfirskriftinni „Kirkjuhúsið áfram í miðju mannlífsins“. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×