Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 07:30 Monchi. Vísir/Getty Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira