Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 12:03 Mark Zuckerberg á Facebook-ráðstefnunni í gær. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15
Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37