Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 21:20 Á annað þúsund slökkviliðsmanna tóku þátt í að slökkva skógareldana í Portúgal í júní. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09
Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26
Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59
Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28