Erlent

Fyrrverandi Farc-liðar sleppa starfsmanni Sameinuðu þjóðanna

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir rúmlega hálfrar aldar borgarastyrjaldar tókst kólumbískum stjórnvöldum og leiðtogum Farc loks að semja um frið á síðasta ári.
Eftir rúmlega hálfrar aldar borgarastyrjaldar tókst kólumbískum stjórnvöldum og leiðtogum Farc loks að semja um frið á síðasta ári. Vísir/AFP
Hópur Farc-liða, sem hefur neitað að leggja niður vopn, hefur sleppt kólumbískum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna sem var rænt í Guaviare-héraði í byrjun maímánaðar.

„Við erum mjög þakklát að hann hafi sloppið ómeiddur. Hann er við góða heilsu,“ segir Helene Papper, yfirmaður hjá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðunum í höfuðborginni Bogota.

Manninum sem var rænt, starfaði við að draga úr útbreiðslu eiturlyfja og glæpa í landinu. Var honum rænt á ferð sinni um landið þar sem hann upplýsti bændur um aðra möguleika til ræktunar en kókaplöntur.

Eftir rúmlega hálfrar aldar borgarastyrjaldar tókst kólumbískum stjórnvöldum og leiðtogum Farc loks að semja um frið á síðasta ári og lögðu Farc-liðar niður vopn þann 27. júní síðastliðinn.

Um þrjú hundruð Farc-liðar hafa þó neitað að leggja niður vopn, en talið er að hópurinn tengist eiturlyfjahringnum í Guaviare.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×