Katrín svarar fyrir hvers vegna hún skrifaði ekki undir áskorun stjórnmálakvenna Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 22:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017 MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017
MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24