Enski boltinn

Sjáðu brot úr viðtalinu við Zlatan sem allir eru að tala um: „Ég spáði þessu“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í gær á Wembley þegar hann tryggði liðinu sigur í úrslitaleik deildabikarsins með skallamarki undir lok leiks gegn Southampton. Lokatölur, 3-2, og annar bikar José Mourinho kominn í hús.

Zlatan, sem er 35 ára gamall, hefur farið á kostum fyrir United á sinni fyrstu leiktíð á Englandi en hann fer ekki bara hamförum innan vallar heldur utan vallar líka í viðtölum þar sem hann segir nákvæmlega það sem hann er að hugsa.

„Ég er svakalega ánægður. Hvar sem ég hef spilað hef ég unnið,“ sagði Zlatan í viðtali við Sky Sports eftir leikinn í gær en viðtalið hefur vakið mikla athygli fyrir gríðarlega hreinskilni Svíans.

Zlatan er búinn að skora 26 mörk á tímabilinu sem er meira en nokkur annar leikmaður á Englandi. Þetta er ekkert sem kemur honum á óvart.

„Nei, ég spáði þessu. Allt sem ég sá fyrir að myndi gerast er búið að gerast. Málið er að hinir sáu þetta bara ekki. Ég kom hingað til að sýna þeim það sem ég sá og hvað ég myndi gera. Og ég er að gera það,“ sagði Zlatan.

„Samkvæmt mörgum gat ég ekki gert þetta. En vinur minn, ég held áfram að gera það sem ég geri og ég nýt þess að spila leikinn. Eini munurinn er að nú nýt ég leiksins á Englandi,“ sagði Zlatan Ibrahimovic.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×