Erlent

Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir hver ber ábygð á árásinni.
Ekki liggur fyrir hver ber ábygð á árásinni. Vísir/Getty
Umfangsmikil tölvuárás var í dag gerð á innviði Úkraínu, meðal annars ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði.

Aðstoðarforsætisráðherrann Rozenko Pavlo segir að hann og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni geti ekki skráð sig inn í tölvupóst sinn.

Í frétt Independent segir að tölvur hafi margar sýnt skilaboð um að ráðist hafi verið á þær og aðrar birt skilaboð og gert notendum að greiða jafnvirði 300 Bandaríkjadala í Bitcoin til að fá aðgang að gögnum á ný.

Uppfært 13:50: 

AP greinir frá því að töluárásir hafi sömuleiðis verið gerðar annars staðar í Evrópu, þó að Úkraína virðist hafa verið helsta skotmarkið. Þannig virðist rússneska orkufyrirtækið Rosneft hafa orðið fyrir barðinu, sem og flutningafyrirtækið A.P. Moller-Maersk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×