Vorið ekki væntanlegt fyrr en í maí Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Hríðaveður gekk yfir í gær og hvasst var í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12
Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43
Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21