Enski boltinn

Sorglegasta staðreyndin við stórtap Everton í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandro Ramirez var keyptur til Everton í sumar. Hér getur hann ekki leynt vonbrigðum sínum í leiknum í gær.
Sandro Ramirez var keyptur til Everton í sumar. Hér getur hann ekki leynt vonbrigðum sínum í leiknum í gær. Vísir/EPA
Gengi Everton í Evrópudeildinni á þessari leiktíð er fyrir löngu orðið vandræðalegt fyrir bæði alla á Goodison Park sem og fyrir alla ensku deildina.

Everton var dottið úr leik fyrir síðustu tvo leikina en stað þess að bjarga andlitinu í síðasta heimaleiknum þá var liðið niðurlægt 5-1 á móti ítalska liðinu Atalanta.

Everton hefur aðeins fengið eitt stig af fimmtán mögulegum og markatalan er -11 (4-15). Atalanta og Lyon eru bæði komin upp úr riðlinum.

Everton tapaði báðum leikjum sínum á móti ítalska liðinu, 3-0 á útivelli og 5-1 á heimavelli.

Markatala Atalanta í þessum tveimur leikjum er því 8-1. Ítalska liðið er með meirihluta stiga sinna (6 af 11) og marka sinna (8 af 13) í leikjunum tveimur á móti Everton.

Tölfræði- og upplýsingavefurinn SofaScora vekur athygli á Sorglegri staðreynd í tengslum við leikinn í gær en hana má sjá hér fyrir neðan.



 

Everton eyddi meira í nýja leikmenn í sumar (143 milljónir punda) en Atalanta hefur eytt í leikmenn undanfarin tíu ár (141 milljón punda).

Einn af leikmönnunum sem Everton keypti og sá dýrasti var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi var þó ekki með í leiknum í gær því hann var hvíldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×