Innlent

Óskað eftir tilnefningum til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Verðlaunahafar og tilnefndir, auk forseta Íslands og ritstjóra Fréttablaðsins, á verðlaunaafhendingunni í fyrra.
Verðlaunahafar og tilnefndir, auk forseta Íslands og ritstjóra Fréttablaðsins, á verðlaunaafhendingunni í fyrra. vísir/stefán
Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök eða þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Samfélagsverðlaunin eru veitt í fimm flokkum. 

Nánari upplýsingar um verðlaunaflokkana má finna með því að smella hér. Hægt er að senda inn tilnefningar á Vísi, með tölvupósti á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is eða bréfleiðis merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.

Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út á miðnætti þann 6. apríl. Dómnefnd mun taka allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt 12. apríl.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×