Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Niðurbrotin. Sigurbjörg Hlöðversdóttir þarf að hafa sig á brott úr íbúðinni í Hátúni 10 vegna hundahalds. vísir/ernir „Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira