Akstursglaðir þingmenn skikkaðir á bílaleigubíla Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Ekki er gerður greinarmunur á bifreiðum. vísir/pjetur Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31