Sigmundur Davíð segir Katrínu vilja fé til að fylgjast með öðrum ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira