Innlent

130 þúsund króna sekt, svipting ökuleyfis og þrír refsipunktar fyrir of hraðan akstur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sá sem hraðast ók mældist á 143 kílómetra hraða.
Sá sem hraðast ók mældist á 143 kílómetra hraða. Vísir/Eyþór
Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 kílómetra hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 kílometrar á klukkustund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Hraðaksturinn mun kosta manninn 130.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem virti ekki stöðvunarskyldu. Þar að auki var viðkomandi með barn í bílnum sem sat í aftursæti bifreiðarinnar án sérstaks öryggisbúnaðar. Lögregla beið eftir því að kunningi ökumanns kæmi með barnabílstól og að búið væri tryggilega um barnið í honum. Að því loknu var ökumanni frjálst að halda för sinni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×