Erlent

Ofnæmiskonan ákærð af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kona sem vísað var úr flugvél Southwest Airlines á þriðjudagskvöldið hefur verið ákærð af lögreglu. Konan, Anila Daulatzai, sem er 46 ára háskólakennari hafði kvartað yfir því að vera með lífshættulegt hundaofnæmi þegar hún sá tvo hunda í farþegarými flugvélarinnar. Hún krafðist þess að hundarnir yrðu færðir frá borði en gat ekki fært sönnun fyrir því að ofnæmi hennar væri lífshættulegt.

Því var henni sjálfri vísað frá borði. Hún neitaði að yfirgefa flugvélina og þurfti að beita hana valdi. Atvikið var tekið upp á myndband sem hefur vakið mikla athygli.

Samkvæmt frétt Los Angeles Times hefur konan nú verið ákærð fyrir óspektir á almannafæri, að hlýða ekki skipunum lögreglu, streitast á móti handtöku, rjúfa friðinn og hindra störf lögreglu.

Talsmaður Southwest Airlines segir fyrirtækið harma atvikið og að reynt yrði að ná tali af konunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×