Pjanic og Mandzukic með mörk Juventus í sigri Dagur Lárusson skrifar 25. ágúst 2018 18:00 Liðsmenn Juventus fagna. Vísir/Getty Mario Mandzukic og Miralem Pjanic skoruðu mörk Juventus í 2-0 sigri á Lazio í ítölsku deildinni í dag. Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliði Juventus. Heimamenn í Juventus byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn til að byrja með án þess þó að ná að skora. Það var ekki fyrr en á 30. mínútu þar sem Juventus komst yfir en það var Miralem Pjanic sem skoraði markið og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum reyndu liðsmenn Lazio allt sem þeir gátu til þess að jafna en gekk það brösulega. Það var síðan Mario Mandzukic sem gekk endanlega frá leiknum á 75. mínútu með marki og voru lokatölur 2-0 fyrir Juventus. Ronaldo spilaði allan leikinn í liði Juventus sem er nú komið á toppinn eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Ítalski boltinn
Mario Mandzukic og Miralem Pjanic skoruðu mörk Juventus í 2-0 sigri á Lazio í ítölsku deildinni í dag. Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliði Juventus. Heimamenn í Juventus byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn til að byrja með án þess þó að ná að skora. Það var ekki fyrr en á 30. mínútu þar sem Juventus komst yfir en það var Miralem Pjanic sem skoraði markið og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum reyndu liðsmenn Lazio allt sem þeir gátu til þess að jafna en gekk það brösulega. Það var síðan Mario Mandzukic sem gekk endanlega frá leiknum á 75. mínútu með marki og voru lokatölur 2-0 fyrir Juventus. Ronaldo spilaði allan leikinn í liði Juventus sem er nú komið á toppinn eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti