Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira