Finnum vonandi sameiginlegan hljóm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Móðurmál nefnist þetta listaverk eftir Lap-See Lam & Wingsee. Það er að hluta vídeóverk. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira